148. löggjafarþing — 16. fundur,  24. jan. 2018.

fæðingar- og foreldraorlof.

98. mál
[16:19]
Horfa

Flm. (Logi Einarsson) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Þakka þér fyrir, hv. þingmaður. Ég er algerlega sammála þér. Það er mjög brýnt að brúa þetta bil. En það er talið vera rétt skref í skýrslunni að gera þetta með þessum hætti. Síðan þurfum við að leggja út í vinnu við að lækka inntökualdur á leikskóla niður í 12 mánuði. Það er hins vegar gríðarlega dýrt. Hver mánuður fyrir hvert barn í leikskóla kostar sveitarfélag 18 þús. kr. Það munu sveitarfélögin aldrei ráða við án aðkomu ríkisins. Það er því spurning á hvorum endanum á að byrja. Það geta verið skiptar skoðanir um það en ég held að þetta sé ágætisskref í byrjun. Síðan skulum við sjá til hvort við lengjum orlofið í 16 mánuði eins og Svíar eða hjálpum sveitarfélögum að lækka aldur leikskólabarna niður í 12 mánuði.