148. löggjafarþing — 16. fundur,  24. jan. 2018.

fæðingar- og foreldraorlof.

98. mál
[16:21]
Horfa

Flm. (Logi Einarsson) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég get að mörgu leyti tekið undir það. Ég held að það sé öllum börnum gott að vera jafnvel aðeins lengur en 12 mánuði með foreldrum sínum. Mín vegna má alveg hugsa það þannig að sá tími lengist aðeins og svo lækki leikskólaaldurinn aðeins, að það mætist á miðri leið. Ég er ekki einu sinni viss um að það sé dýrara, því að hvert leikskólapláss er svo dýrt.

Ég treysti því eins og hv. þingmaður að ráðherra taki þessa skýrslu alvarlega sem samflokkskona hans, fyrrverandi ráðherra Eygló Harðardóttir, lét gera. Þar er farið mjög vandlega yfir það gap sem hv. þingmaður talar um og þarf að brúa því að þetta er líka gríðarlegur fjárhagslegur baggi fyrir ungt fólk sem er jafnvel að hefja búskap.