148. löggjafarþing — 16. fundur,  24. jan. 2018.

fæðingar- og foreldraorlof.

98. mál
[17:05]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við megum ekki heldur gleyma því að þetta er greitt af tryggingagjaldinu sem er hlutfall af launum. Það er í raun verið að safna upp þessum peningi til að draga hann til baka. Ónefndur bankastjóri var kannski með há laun og tók mikið út úr bankanum en hann greiddi líka miklu meira inn í sjóðinn. Svo jafnast þetta náttúrlega aðeins því að sumir eignast fleiri börn og aðrir færri og kannski eignast sumir það mörg börn að þeir ná aldrei að taka allt til baka sem þeir greiddu inn í tryggingagjaldinu. Það er eitthvað sem við þurfum að hafa í huga. Fólk er búið að borga þann fæðingarstyrk og greiðslur sem það fær síðan í fæðingarorlofi. Við getum kannski hugað betur að því kerfi, að það sé skilvirkara og borgi sig betur til baka og hvernig umhverfið gagnvart því er.