148. löggjafarþing — 18. fundur,  30. jan. 2018.

geðheilbrigðismál.

[13:39]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég hef átt samtal við forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um nákvæmlega þennan þátt. Ég er sammála hv. þingmanni um að hópur af þessu tagi getur auðvitað ekki búið við óöryggi, það er algerlega óboðlegt. Af þeim sökum hef ég kallað sérstaklega eftir svari frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og það svar sem ég fæ þar er að tryggt verði að öllum verði búið framtíðarúrræði innan úrræðanna sem eru fyrir hendi hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og að sá tími sem fram undan er verði nýttur í að tryggja öllum öryggi í þeim úrræðum og að þessi yfirgangsperíóda, ef svo má að orði komast, muni taka fimm til sex mánuði.