148. löggjafarþing — 18. fundur,  30. jan. 2018.

óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús.

88. mál
[15:31]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. flutningsmanni þingsályktunartillögunnar um staðarvalsgreiningu fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús fyrir framsöguna. Mig langar að beina til hennar tveimur spurningum. Hvað hefði staðarvalsgreining á þessum tímapunkti fram yfir fyrri staðarvalsgreiningar sem ítrekað hafa verið endurskoðaðar? Er það vilji flutningsmanna að á meðan staðarvalsgreining færi fram verði hægt á þeim framkvæmdum sem nú eru í gangi? Hvar ætti þá að stoppa við og hvar annars staðar að hefja framkvæmdir, ef út í það yrði farið? Er það sjúkrahótelið, meðferðarkjarninn, bílastæði, tækni- og skrifstofuhús, endurbætur á Læknagarði, eða eitthvað annað?