148. löggjafarþing — 18. fundur,  30. jan. 2018.

óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús.

88. mál
[15:33]
Horfa

Flm. (Anna Kolbrún Árnadóttir) (M) (andsvar):

Forseti. Staðarvalsgreining á þessum tímapunkti hefði það umfram þá staðarvalsgreiningu sem gerð var fyrir 16 árum að forsendur hafa breyst. Mér skilst að það umferðarskipulag sem þá var sé hvergi að finna í dag. Síðan má bæta því við að fari maður fram með nýja staðarvalsgreiningu þá var í gildi verður vonandi opnað á fleiri kosti því að við megum ekki alltaf gefa okkur fyrir fram að niðurstaðan verði Hringbraut.

Ég er mjög hrifin af því að fara á aðra staði. En til þess að vera með eitthvað gáfulegt í kollinum finnst mér eðlilegt að taka alla kosti inn í. Að því sögðu verðum við að gefa okkur að allir kostir verði jafngildir í þeirri staðarvalsgreiningu sem fer fram. Þess vegna þarf hún að vera fagleg.

Varðandi seinni spurninguna, á hverju við ætlum að hægja. Ég veit ekki betur en þetta hægi á sér sjálft. Mér sýnist sjúkrahótelið ekki vera komið í gagnið. Nýlegar fréttir segja okkur að frestun verði á húsnæði undir jáeindaskanna. En ég vil ekkert endilega segja að við eigum að hægja á einhverju. Við gætum einhent okkur í að byggja upp meðferðarkjarna á nýjum stað. Tekur 18 mánuði í skipulagi og þá er hægt að fara af stað með restina.