148. löggjafarþing — 18. fundur,  30. jan. 2018.

óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús.

88. mál
[15:43]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nei, ég hef engar áhyggjur af því, satt best að segja. Þetta snýst um að gera staðarvalsgreiningu. Hún snýst í raun ekkert sérstaklega, frá mínum bæjardyrum séð, um hvort og hvernig öðrum framkvæmdum verður flýtt eða frestað eða hægt á þeim eða hvaðeina. Flutningsmaður svarar því kannski betur. Ég er að segja að byrja þurfi greininguna. Allt annað skiptir í rauninni minna máli þegar kemur að því að horfa á til hvers þessi ályktun er.

Ég ætla ekki að giska á hvað flutningsmenn ætla sér með núverandi framkvæmdir. Eftir því sem ég hef heyrt er þeim mjög annt um heilbrigðiskerfið sjálft. Þegar allt kemur til alls hef ég engar áhyggjur af því að niðurstaðan verði ekki okkur öllum til góða, heilbrigðiskerfinu og okkur öllum.