148. löggjafarþing — 18. fundur,  30. jan. 2018.

óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús.

88. mál
[17:09]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Staðan eins og hún er í dag er þannig að það tekur tíma vegna þess að miklu fleiri bílar eru á götunum en þyrftu að vera af því að almenningssamgöngur eru ekki í nægilega góðu horfi. Því ætlum við að breyta og það ætlum við að leysa.

Varðandi hins vegar það sem hv. þingmaður spurði um í sínu fyrra andsvari um hvernig það megi vera að það eigi að taka um átta ár að finna spítalanum nýjan stað, þá er ég einfaldlega að vitna í ekki ómerkilegra fyrirbæri en Framkvæmdasýslu ríkisins sem telur raunar að það muni taka 10–15 ár að byrja verkefnið upp á nýtt. Sjö til átta árin eins og ég nefndi áðan, það er svona bjartsýnisspá, en ég held að raunveruleikinn verði því miður hinn og við verðum líka að leyfa okkur að skoða söguna í því samhengi. Við erum búin í hartnær 20 ár að velta fyrir okkur hvar við eigum að setja spítalann niður núna. Af hverju halda menn þá að við ætlum að skipta um skoðun og að það gangi eitthvað hraðar fyrir sig?