148. löggjafarþing — 18. fundur,  30. jan. 2018.

óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús.

88. mál
[17:11]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (Flf) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel ástæðu til þess að taka það skýrt fram vegna orða ræðumanns hv. þm. Ólafs Þórs Gunnarssonar í upphafi ræðu hans, að ég hef ekki heyrt nokkurn mann svo mikið sem ýja að því að nokkur skýrsla eða nokkur sem að þessu máli haf komið hafi haft einhver annarleg sjónarmið. Ég hef bara ekki heyrt þetta fyrr og engan hef ég heyrt halda þessu fram, herra forseti.

Hv. þingmaður talar um það að sjúklingar bíði. Áttar hv. þingmaður sig ekki á því að sjúklingar eru ekki að bíða eftir því að búa við sprengingar, grjótmulning, hávaða og rask og truflun á næstu árum, fólk í viðkvæmri stöðu? Og loks vil ég nefna annað (Forseti hringir.) sem ég kannski fæ að gera, herra forseti, í mínu síðara andsvari.