148. löggjafarþing — 18. fundur,  30. jan. 2018.

óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús.

88. mál
[17:23]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er nú kannski flóknari spurning en hægt er að svara í einnar mínútu andsvari. Ef við ákveðum að fara eitthvert annað með sjúkrahúsið í heilu, þá byrjarðu náttúrlega ekki að byggja meðferðarkjarna og hefur hann stakstæðan einhvers staðar, en spítalann á einhverjum allt öðrum stað. Það mun ekki virka þannig. Hugmyndin er að nota meðferðarkjarnann við Hringbraut og byggja hann þar þannig að það verði áfram hægt að nota legurýmin þar, hægt verði að nota áfram aðra stoðþjónustu þar. Það að byrja bara einhvers staðar annars staðar á meðferðarkjarnanum mun ekki virka. Þá verðurðu að byrja á heilum spítala vegna þess að þú getur ekki verið með stakstæðan meðferðarkjarna og engar legudeildir og ekkert annað á staðnum. Það gengur aldrei upp. Töfin sem í því fælist fælist sennilega í þeim tíma sem tæki að byggja nýjan spítala frá grunni.