148. löggjafarþing — 18. fundur,  30. jan. 2018.

óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús.

88. mál
[17:41]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir svarið. Þingmaðurinn mun ekki geta komið aftur upp í andsvar við mig þannig að ég ætla að þakka honum fyrir að hafa komið þessu á hreint. Hann kannast við það að starfsfólk spítalans, sem var á fundinum, talaði um að því hefði verið bannað að tjá sig eða sagt að tjá sig með ákveðnum hætti um Landspítalann.