148. löggjafarþing — 18. fundur,  30. jan. 2018.

óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús.

88. mál
[17:41]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (Flf) (andsvar):

Herra forseti. Ég var á þessum fundi. Við stóðum hlið við hlið, hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson og ég. Fundurinn er eftirminnilegur. Hann hófst á því að fulltrúi spítalans gerði grein fyrir þessum áformum. Ég ætla ekki að hafa nein orð um þann málflutning. Það var örugglega gert eins vel af þeirra hálfu og mögulegt var, en þá þegar var náttúrlega alveg ljóst að ekki stendur steinn yfir steini í þessum áformum. Síðan komu fram sjónarmið arkitekta, skipulagsfræðinga og lækna. Þegar þar var komið sögu á fundinum var farið að tala um það sem orð hefur legið á um alllangt skeið, að það hafi ekki verið vel séð af hálfu stjórnenda spítalans að fjallað væri um þessar fyrirhuguðu framkvæmdir af hálfu starfsmanna hans með öðrum hætti en að þeim væri samsinnt, þá var bara eins og allar flóðgáttir opnuðust á fundinum. (Forseti hringir.) Ég gekk út af fundinum eftir að hafa verið þarna verið með fólki sem lét frambjóðendur og (Forseti hringir.) væntanlega þingmenn, suma, svo sannarlega heyra það og skilja alveg skýrt (Forseti hringir.) að það hefði álitið sig eiga erfitt uppdráttar innan spítalans ef það hefði andmælt þessum áformum.