148. löggjafarþing — 18. fundur,  30. jan. 2018.

óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús.

88. mál
[17:44]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (Flf) (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að leyfa mér að segja að það vekur svolitla athygli hverjir eru viðstaddir þessa umræðu og hverjir ekki. Það er umhugsunarefni. Það er veigamikið af flokki heilbrigðisráðherra að tefla fram lækni og meira að segja öldrunarlækni. Auðvitað munar um slík sjónarmið. Ég er sömuleiðis ánægður með að sjá hér nokkra ágæta þingmenn úr hv. Framsóknarflokki Íslands. En hvar eru Sjálfstæðismennirnir? Sjálfstæðisflokkur er nú stærsti flokkur ríkisstjórnarinnar, flokkurinn sem fer með ríkisfjármálin, heldur utan um budduna og á að standa undir þessari framkvæmd. Hann ber ábyrgð á því að ráðstafa öllu þessu mikla fé í framkvæmd sem hætta er á að geti falið í sér mistök og jafnvel slys þegar fyrir liggur (Forseti hringir.) að heilbrigðisþjónustan í landinu er alvarlega undirfjármögnuð, leyfi ég mér að segja.