148. löggjafarþing — 18. fundur,  30. jan. 2018.

óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús.

88. mál
[17:48]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þingmanninum fyrirspurnina. Það getur vel verið að ég hafi aðra skoðun á því hverjir eigi að vera í þessum starfshópi sem verið er að leggja til, ég ætla bara að leyfa mér það. Ég held hins vegar að það sé mjög mikilvægt, þegar við tölum um faglegt mat, fagmenn og slíkt, að sem fæstir hafi fyrir fram mótaðar skoðanir ef slíkt á að ganga upp varðandi þetta mál. Ég man ekki alveg eftir málinu sem hv. þingmaður er að tala um, það kann að vera að þau séu keimlík, það kann að vera að hægt sé að leggja þau saman. Ég er samt ekki viss. Það sem skiptir máli í þessu eru vitanlega verkfræðilegar pælingar, skipulagshugmyndir, þróanir og slíkt. Það er að sjálfsögðu tímafaktorinn fyrir sjúklinga og annað, hvernig við flytjum starfsfólk til og frá og þess háttar, sem skiptir máli. Ég ætla að halda því opnu að þessi elíta sem ég talaði um gæti komið að þessu, en mér finnst það bara ekkert sérstaklega …