148. löggjafarþing — 18. fundur,  30. jan. 2018.

óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús.

88. mál
[17:51]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég var á fundi fyrir áramót þar sem fram kom að það er að lágmarki helmingi dýrara að byggja í miðborg Reykjavíkur en í úthverfi. Ef við erum að tala um að byggja hátæknisjúkrahús við Hringbraut, og hv. þingmaður talaði um 100 milljarða, erum við að tala um að byggja þar eitt sjúkrahús en borga fyrir tvö. Þá borgum við 50 milljarða aukalega fyrir þetta sjúkrahús. Ef það er rétt þá hlýtur það eitt og sér að vera nóg til þess að stöðva byggingu sjúkrahúss við Hringbraut vegna þess að við höfum ekki efni á því að henda 50 milljörðum aukalega eða helmingi meiri pening í svona framkvæmd, fyrir utan það hvað hún verður skelfilega erfið fyrir þá sem þurfa að vinna þarna. Fram hefur komið að það er mjög erfitt að vinna í miðbænum vegna þess að gerðar eru svo miklar kröfur um að ganga frá vel frá hlutunum í kring.