148. löggjafarþing — 19. fundur,  31. jan. 2018.

stjórn fiskveiða.

6. mál
[16:05]
Horfa

Flm. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Varðandi reynsluna af útboði Færeyinga, þeim tilraunum sem þeir hafa gert, þá eru þeir að breyta kerfinu núna á þessu ári þannig að á heimamiðunum taka þeir núna allt saman undir á árinu 2018 og gera þar breytingar. Þó að þeim hafi ekki tekist að ganga eins langt og hugmyndin var í fyrstu er þarna útboð líka.

Að því leyti hvaða aurar runnu í sjóð Færeyinga er ekki hægt að segja annað en að útboðið hafi tekist ákaflega vel. Það er einmitt á þeim forsendum sem haldið er áfram með útboðsleið í Færeyjum, vegna þess að hún gefur vel af sér og gefur góð viðmið um hvers virði auðlindin er. Þar standa ekki stjórnmálamenn og setja bara puttann upp í loftið og segja: (Forseti hringir.) Höfum það 23 kr. eða 13, eins og við leikum svolítið hér.