148. löggjafarþing — 20. fundur,  1. feb. 2018.

embættisfærslur dómsmálaráðherra.

[10:37]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Ég skil ekki hvernig það getur orðið farsælt fyrir stjórnarandstöðuna og ríkisstjórnina að vinna saman meðan það situr ráðherra sem getur algerlega hunsað allar ráðleggingar sérfræðinga, ráðleggingar minni hlutans, ráðleggingar þingmanna og gert það sem henni sýnist án þess að bera nokkra ábyrgð á því. Mér finnst þetta mjög alvarlegt og skil ekki hvernig við eigum að halda áfram án þess að hæstv. ráðherra taki raunverulega ábyrgð á því að hunsa allar raddir og ákveða að hún sé sérfræðingur sem geti gert hlutina eins og henni sýnist. Og hvað? Á hún ekki að segja af sér þegar kemur í ljós að þetta var bara vitleysa?