148. löggjafarþing — 20. fundur,  1. feb. 2018.

embættisfærslur dómsmálaráðherra.

[10:40]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Virðulegi forseti. Það hefur komið í ljós á síðustu dögum í því máli sem við ræðum að ekki eingöngu tók ráðherra ekki mark á þeim ráðleggingum sem voru viðvaranir fagfólks sem þekkir málið og ferilinn, heldur lét hún hjá líða að upplýsa þingheim um þær. Það er því eðlileg spurning: Ef þetta eru vinnubrögð sem við ætlum að láta viðgangast, hvert förum við héðan?