148. löggjafarþing — 20. fundur,  1. feb. 2018.

embættisfærslur dómsmálaráðherra.

[10:59]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Það sem málið snýst um er að hæstv. dómsmálaráðherra hélt gögnum frá þinginu. Sú sem hér stendur studdi ekki uppröðun hæstv. ráðherra en það gerði meiri hluti þingsins. Samkvæmt því sem við höfum fengið að vita hér og í hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd höfðu nefndarmenn ekki upplýsingar um viðvaranir sérfræðinga.

Hv. þm. Birgir Ármannsson talar um að vangaveltur hafi verið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd áður að listinn fór aftur í þingið. Það er allt annað en upplýsingar frá sérfræðingum, gögn sem sýna að hæstv. dómsmálaráðherra var ráðlagt að gera annað en það sem hún gerði. Þrátt fyrir það bað hún þá þingmenn sem hún starfaði í umboði fyrir um að treysta sér og samþykkja sína leið.