148. löggjafarþing — 20. fundur,  1. feb. 2018.

embættisfærslur dómsmálaráðherra.

[11:04]
Horfa

Óli Björn Kárason (S):

Herra forseti. Viðreisn gerði miklu meira en að óska eftir því að hugað væri að jafnréttissjónarmiðum. Þingflokksformaður Viðreisnar lýsti því yfir á opnum fundi, eins og ég rakti áðan, að þingflokkur Viðreisnar hefði hrakið dómsmálaráðherra til baka með listann með þeim skilaboðum að hann yrði ekki samþykktur. Þáverandi formaður Viðreisnar ítrekar að ekki verði samþykkt skipan í Landsrétt nema jafnræði verði á milli kynja. Svo geta menn auðvitað í pólitískum hentugleika stundarinnar í dag hagað orðum sínum með öðrum hætti og neitað að kannast við það sem sagt var hér fyrir ári.