148. löggjafarþing — 20. fundur,  1. feb. 2018.

kolefnisjöfnun í landbúnaði.

[11:16]
Horfa

Maríanna Eva Ragnarsdóttir (M):

Herra forseti. Ég þakka fyrir svarið. Ég vænti þess að hæstv. ráðherra fylgi málinu eftir. En fyrst ég er komin hér upp langar mig til að spyrja í leiðinni hvort ekki sé fyrirhugað að styðja betur við skógrækt en nú er gert. Eins og hæstv. ráðherra veit væntanlega mun gróðrarstöðin Barri hætta starfsemi sinni næsta sumar og það virðist vera vegna vanefndra loforða um aukna skógrækt og kolefnisbindingu. Þá verða einungis tveir framleiðendur eftir á skógarplöntum. Það er staða sem við getum varla sætt okkur við ef auka á kolefnisbindingu.

Hyggst hæstv. ráðherra beita sér fyrir því að gróðrarstöðin Barri leggist ekki af og/eða hyggst hann tryggja rekstrargrundvöll þeirra tveggja gróðrarstöðva sem eftir verða í rekstri að óbreyttu?