148. löggjafarþing — 20. fundur,  1. feb. 2018.

kolefnisjöfnun í landbúnaði.

[11:17]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg):

Hæstv. forseti. Það er alveg rétt að þessi málefni vekja manni allnokkrar áhyggjur, ekki síst vegna þess að þegar færri koma að því að framleiða plönturnar verður samkeppnin minni og við horfum fram á að verðið hækki. Það er eitt sem er vissulega alvarlegt. Það er fyrirhugað, og við erum að vinna að því í kringum fjármálaáætlunargerðina, að reyna að fá aukningu til málefna sem snúa að endurheimt votlendis, landgræðslu og skógrækt. Varðandi það hvort ég mun beita mér sérstaklega fyrir því að rekstur þessara fyrirtækja leggist ekki af eru vonandi bjartari tímar fram undan hjá þeim ef meira fjármagn kemur inn í þennan geira. Það er svarið sem ég get gefið að þessu sinni.