148. löggjafarþing — 20. fundur,  1. feb. 2018.

brottnám líffæra.

22. mál
[13:43]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Örstutt um atriði sem mig langar að heyra frá flutningsmönnum um ræktun líffæra til ígræðslu. Hún er náttúrlega ekki langt á veg komin en er eitthvað sem við þurfum að huga að á næstunni og myndi væntanlega létta álagi af líffæragjöf sem slíkri, mögulega í náinni framtíð miðað við hversu hratt tækninni fleytir fram á.

Vandamálið þar er hraði. Yfirleitt eða oft þarf fólk líffæragjöf hratt, út af slysi eða því um líku, og þá er ekki hægt að rækta líffæri einn, tveir og þrír. En maður hefur séð tilraunir til að vera með hlutlaus líffæri sem mynda ekki ofnæmi, þannig að líkaminn hafni þeim ekki. Ég var að velta fyrir mér hvort skoðað hefði hversu langt er þangað til löggjöf um líffæragjöf verður jafnvel óþarfi.