148. löggjafarþing — 20. fundur,  1. feb. 2018.

brottnám líffæra.

22. mál
[14:04]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Willum Þór Þórssyni andsvarið. Já, það þarf að mínu mati með einhverju móti að skilgreina þetta og taka fram í greinargerð að það sé akkúrat eitthvað svona sem átt er við. Ég held að það sé mikilvægt vegna þess að öllum efa sem er hægt að eyða, skulum við segja, í ákvörðunartökunni er mjög mikilvægt, ekki síst fyrir eftirlifendur. Að menn séu með á hreinu að þessar spurningar og þessar vangaveltur vakni ekki fyrr en það er orðið algerlega ljóst að sjúklingurinn sem um ræðir muni ekki snúa aftur til neins vitsmunalegs lífs. Það er grundvallaratriði. Ég er sammála þingmanninum að það væri gagnlegt að slíkt kæmi fram í greinargerðinni, eða í umsögn, til að mynda með vísan í þá málsgrein sem þingmaðurinn las.