148. löggjafarþing — 20. fundur,  1. feb. 2018.

rafræn fasteignaviðskipti og ástandsskýrslur fasteigna.

13. mál
[14:57]
Horfa

Flm. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Takk fyrir góða spurningu. Það er einmitt ekki gert ráð fyrir eftirliti eða neinu slíku með þessu. Þarna myndu í rauninni einungis detta inn upplýsingar sem kæmu út úr ástandsskoðun við sölu ef viðkomandi eigandi aðhefst ekkert meira með viðhaldsdagbókinni, hann þarf heldur ekkert að skrá upplýsingar í olíudagbókina frekar en hann vill. En það er mjög auðvelt að setja inn ástandsskoðun af því að hún fylgir með sölugögnum og dettur þá í rauninni inn sem upplýsingar um ástand eignarinnar. Hvað svona nákvæmar upplýsingar varðar þá myndi slíkt falla undir a-lið, um ábyrgð þess aðila sem tekur út eign og skilar ástandsskýrslu um hana. Það væri þá hægt að sjá á milli tveggja ástandsskýrslna hvað hefur breyst ef engar aðrar upplýsingar eru til staðar.