148. löggjafarþing — 20. fundur,  1. feb. 2018.

trygging gæða, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga.

14. mál
[15:26]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er einn af meðflutningsmönnum málsins og styð það heils hugar. Það sem kemur mér skemmtilega á óvart með tillöguna og þær umsagnir sem ég hef fengið í fjárlaganefnd undanfarið frá fjármálaráði, sem talar um nauðsyn þess að setja kostnaðar- og ábatagreiningar á verkefnaval hins opinbera í forgangsröðun, þá er þetta eins og ég skil það hvati til þess að fara út í þess konar greiningar. Ég tel alla vega að formlegur stuðningur þingsins eftir tvær athugasemdir við fjármálastefnu og fjármálaáætlun hjá fjármálaráði, það væri mjög sterkt ef þingið tæki undir þær og í samvinnu við framkvæmdarvaldið, gera þetta að mun dínamískari vettvangi en yrði kannski ef framkvæmdarvaldið myndi gera það upp á sitt eindæmi að fara eftir ráðleggingum fjármálaráðs. Ef við bindum þingið með í þessu svo við fáum skýrslu um framgang þingsályktunarinnar þá er þetta miklu sterkari leið fyrir alla hlutaðeigandi í þessu máli. Það var bara athugasemdin sem ég ætlaði að koma að.