148. löggjafarþing — 21. fundur,  5. feb. 2018.

svör ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[15:46]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Herra forseti. Mér finnst full ástæða til að ræða þetta hér. Við erum ekki að tala um neina smáaura og ég er svolítið hissa á því að ekki sé full vitneskja um það hvort um sé að ræða forkaupsrétt eða ekki. Til að setja málið í samhengi erum við að tala um þá upphæð sem felst í einu nýju þjóðarsjúkrahúsi.