148. löggjafarþing — 21. fundur,  5. feb. 2018.

svör ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[15:48]
Horfa

Óli Björn Kárason (S):

Herra forseti. Það vill svo til að sá er hér stendur var formaður efnahags- og viðskiptanefndar á síðasta kjörtímabili, sem var óvenjustutt, og er það raunar enn þann dag í dag. Það var alveg skýrt þegar kom að þeim kaupum sem um ræðir, þ.e. liðlega 30%, eftir nákvæma athugun nefndarinnar að það var ekki forkaupsréttur á þeim bréfum. Það vill svo til að hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bjó til þann mekanisma sem kaupendurnir uppfylltu. Það sem hæstv. forsætisráðherra sagði áðan er allt rétt og satt. Hins vegar vill svo til að fyrir nefndinni liggur þingsályktunartillaga frá hv. þm. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og það hlýtur að koma til kasta nefndarinnar að afgreiða hana með einum eða öðrum hætti og þá hljóta menn (Forseti hringir.) að skoða í framhaldinu hvernig við stöndum að verki. Við skulum aðeins fara hægar í allar yfirlýsingar hér og a.m.k. hlusta á það sem hæstv. forsætisráðherra er að segja og ekki gera henni upp eitthvað (Forseti hringir.) sem hún sagði ekki.