148. löggjafarþing — 21. fundur,  5. feb. 2018.

svör ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[15:54]
Horfa

Óli Björn Kárason (S):

Herra forseti. Ég sé að ég hef tæpar fimm mínútur.

Á liðnu ári, á síðasta ári, síðasta vor, þegar efnahags- og viðskiptanefnd hafði þetta mál til umfjöllunar, fékk nefndin aðgang að öllum þeim gögnum sem hún óskaði eftir, öllum. Það væri ekki úr vegi fyrir þingmenn að kynna sér þau gögn sem þá lágu fyrir. Það hefur aldrei staðið á því að þingnefndin, í þessu tilfelli efnahags- og viðskiptanefnd, fengi þau gögn sem um var beðið. Það er alveg sjálfsagt ef menn telja að það þurfi einhver viðbótargögn að fara í það sameiginlega í efnahags- og viðskiptanefnd að útvega þau og óska eftir þeim. Það er fullkomlega eðlilegt en þá væri líka allt í lagi að vita hvaða gögn það eru sem hv. þingmenn telja að vanti. Það væri allt í lagi að fara yfir það sem gert hefur verið og kynna sér það sem gert var og sagt var (Forseti hringir.) hér á liðnu ári og af hverju við gerðum það með þeim hætti.

En, guð minn almáttugur, við í efnahags- og (Forseti hringir.) viðskiptanefnd höldum auðvitað verkinu áfram.