148. löggjafarþing — 21. fundur,  5. feb. 2018.

svör ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[15:56]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Ég tek undir með mínum flokksmönnum og fleirum sem hafa tekið þátt í þessari umræðu um forkaupsrétt á Arion banka, að kallað verði eftir öllum gögnum sem upplýsa um það hvort þessi forkaupsréttur sé ekki sannarlega til staðar, vegna þess að maður fær það á tilfinninguna að þetta sé ekki alveg á hreinu. Þjóðin þarf á því að halda og við hér í þinginu að þetta mál komist á hreint svo þá sé hægt að útkljá það.

Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um það.