148. löggjafarþing — 22. fundur,  6. feb. 2018.

raforkulög og stofnun Landsnets hf.

115. mál
[15:20]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég fór ekki langt, ég var bara að skrifa. Varðandi fyrra atriðið sem hv. þingmaður nefnir mun ég síðar á þessu vorþingi koma með frumvarp, sem er aðallega um sjálfstæði eftirlitsins. En þar sem vísað er til Stórþingsins og umræðunnar þar var þriðji pakkinn að fara inn í EES-samninginn, þannig að bæði Noregur og Ísland eiga alveg eftir að fara með það í gegnum þingið. Það er í rauninni allt eftir en ég geri ráð fyrir að um það verði mikið rætt hér og mögulega eitthvað á það deilt. En það er náttúrlega miklu stærra mál, þetta er frekar lítið mál. Svo kem ég með annað frumvarp síðar á þessu vorþingi. Það var mat mitt að hafa þetta tvö mál til að einfalda vinnu og auka líkur á að þetta mál færi fram og yrði afgreitt vegna þess að það var tilbúið.