148. löggjafarþing — 22. fundur,  6. feb. 2018.

raforkulög og stofnun Landsnets hf.

115. mál
[15:23]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt skilið hjá hv. þingmanni að málið kemur inn í þingið eftir einhverjar vikur, alla vega á þessu vorþingi. Það á eftir að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara á því máli. Ef ég þekki það rétt mun utanríkisráðuneytið koma með það á sama tíma og utanríkismálanefnd fjalla um það og svo þetta mál. Þingið mun því fá rými til að fjalla um það stóra mál sem hv. þingmaður vísar til.