148. löggjafarþing — 23. fundur,  7. feb. 2018.

almannatryggingar.

38. mál
[16:02]
Horfa

Alex B. Stefánsson (F):

Virðulegur forseti. Með frumvarpinu er verið að ræða mjög mikilvægt mál, þ.e. frítekjumark fyrir öryrkja. Sá sem hér stendur er alinn upp af einstæðri móður sem er öryrki og var með þrjú börn og ég þekki af eigin raun þann mannauð sem býr í öryrkjum. Ég fullyrði að öryrkjar eru auðlind. Það á ekki að hefta aðkomu öryrkja að samfélaginu. Við eigum að fagna því að öryrkjar vilji taka þátt í vinnu. Þess vegna er þetta mál mér einkar hugleikið.

Um leið minni ég á að það vantar fólk í vinnu um allt land. Öryrkjar fá félagslegan stöðugleika með því að eiga kost á því að taka þátt í vinnumarkaðnum að því leyti sem þeir treysta sér til. Það er að fullu sambærilegt við það sem Norðurlöndin gera í svona málum.