148. löggjafarþing — 23. fundur,  7. feb. 2018.

mannanöfn.

83. mál
[18:12]
Horfa

Flm. (Hanna Katrín Friðriksson) (V) (andsvar):

Ég þakka fyrir þetta. Það er augljóst að við höfum verið of íhaldssöm í nálgun okkar í málinu. Það er vissulega kveðið á um í breytingartillögunum að hver einstaklingur skuli bera bæði eiginnafn eða eiginnöfn og síðan kenninafn eða kenninöfn. Það er þó sú breyting að heimilt er að nota eftirnafnið sem kenninafn, sem í þeim tilfellum myndi leysa það. En ég get eiginlega ekki svarað þessu að öðru leyti en með því að segja, ef ég má, með leyfi forseta, að hv. þingmaður hafi þarna komið á mig bera.