148. löggjafarþing — 23. fundur,  7. feb. 2018.

mannanöfn.

83. mál
[18:13]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðuleg forseti. Ég þakka fyrir. Það næsta sem ég hafði áhuga á að fræðast frekar um er lengd eða fjöldi nafna og heildarlengd nafns, sem er vandamál núna. Ég náði ekki alveg hvort það var tæklað í frumvarpinu. Var eitthvert hámark eða erum við að fara spænsku leiðina þar sem við getum verið með rosalega mörg nöfn, sem ég held að væri spennandi?