148. löggjafarþing — 23. fundur,  7. feb. 2018.

mannanöfn.

83. mál
[18:20]
Horfa

Flm. (Hanna Katrín Friðriksson) (V) (andsvar):

Takk fyrir. Ég þekki ekki nákvæmlega hvar og hvernig reglur gilda í ákveðnum löndum. Ég veit þó að einhvers staðar eru slíkar reglur til í gegnum reglusetningar og annað slíkt, en ekki endilega í lögum. Ég veit ekki til þess að mannanafnanefnd starfi annars staðar en hér, ég þekki ekki til þess. Einhvers staðar eru ákveðnar reglur um hin svokölluðu millinöfn og bandstrik á milli ef þetta á að heita eiginnafn eða millinafn. Þannig að vissulega eru einhvers staðar sett fram slík ákvæði. Ég held þó að ég geti fullyrt að þau finnist ekki strangari en hér á landi.

Svo að lokum vil ég árétta að við deilum ást okkar á íslenskri tungu og þeirri menningu sem hún hefur gefið okkur.