148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

ráðherraábyrgð.

[10:51]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég var undirbúinn fyrir tvö svör frá hæstv. ráðherra en ekki þetta. Ef ég skil hæstv. ráðherra rétt, og ég vona að ég sé að misskilja hann, leggur hæstv. ráðherra tillögu fyrir þingflokkinn um það hverjir verði aðrir ráðherrar, svo sem hæstv. dómsmálaráðherra í þessu tilfelli, og þar við sitji. Og síðan gerist ekkert þegar dómsmálaráðherra grefur undan nýju dómstigi á landinu með lögbroti. Er svarið sum sé nei? Að formaður Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn beri ekki ábyrgð á setu annarra ráðherra flokks síns í ríkisstjórn? Er það svarið? Þannig skildi ég svarið. Ég vona að hæstv. ráðherra leiðrétti það.

Nú er svo komið að þessi ágæti þingflokkur hefur ákveðið þetta. Og hvað? Er þá aldrei snúið við? Hver ber ábyrgð á því að hæstv. dómsmálaráðherra víki þegar hún stendur sig ekki í starfinu ef ekki formaður Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn?