148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

markaðar tekjur.

167. mál
[12:16]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Hann minntist ekki á Framkvæmdasjóð aldraðra en ekki er tekið tillit til athugasemda ASÍ hvað þann sjóð varðar. Í greinargerð er farið yfir athugasemdir sem hafa komið fram í umsögnum um fyrra frumvarpið sem var til umræðu í fjárlaganefnd.

Ég vil spyrja hæstv. ráðherra hvort haft hafi verið sérstakt samráð við aðila vinnumarkaðarins um réttindin á vinnumarkaði og þessar athugasemdir sem eru hvað skýrastar hvað þetta varðar frá Alþýðusambandi Íslands. Var sérstakt samráð um þetta frumvarp hvað það varðar?