148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

markaðar tekjur.

167. mál
[12:30]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir það að það er kannski gegnumgangandi í frumvarpinu að þetta verður í raun áfram svolítið markað. Mikið er talað um að sambærilegar fjárhæðir og verið hafa, miðað við þetta og hitt, eigi að renna áfram til málaflokkanna. Það liggur mjög víða þannig. Í sjálfu sér má segja að mörkun sem slík sé að mörgu leyti viðhöfð þótt hún sé með öðrum hætti. En hún byggist, eins og hv. þingmaður sagði, samt sem áður á ákvörðun Alþingis. Ég tek undir það að fjárstjórnarvaldið ætti að vera meira en það er með mörkuðu tekjunum af því að þar er búið að ákveða fyrir fram fyrir okkur að þessi upphæð fer í þennan málaflokk og önnur í hinn. En á sama tíma getum við sem þingheimur reynt að breyta og hafa áhrif á það, að einhverju leyti miðað við það hvernig frumvarpið er orðað en alls ekki að öllu leyti miðað við það sem hér stendur.

Ég tek undir það að mikilvægt er að þetta sé skoðað og farið vel ofan í þetta, hvern einasta lið held ég. Það eru álitamál uppi eins og kom fram áðan í ræðu og andsvörum. Ég held að ég komi til með að fylgjast vel með umræðunni og sjá á umsögnum hverju fram vindur í þessu.