148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

markaðar tekjur.

167. mál
[12:32]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Bara örstutt: Nú hefur hv. þingmaður rætt um markaðar tekjur mörgum sinnum í hv. fjárlaganefnd á undanförnum árum. En mér heyrðist hv. þingmaður vera að tala gegn anda þessa frumvarps og vera ansi gagnrýnin á það sem þar er. Því vil ég spyrja hv. þingmann: Var þetta frumvarp afgreitt með fyrirvara úr þingflokki Vinstri grænna eða var það samþykkt þar?