148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

markaðar tekjur.

167. mál
[12:35]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Bara svo að það sé nú skýrt þá hef ég í raun unnið eftir lögum um opinber fjármál. Hv. þingmaður þekkir rök mín gagnvart því frumvarpi á sínum tíma. Áherslur nýrrar ríkisstjórnar eru, eins og við þekkjum, aðeins breyttar hvað það varðar. Ég er ekki andvíg þessu frumvarpi um markaðar tekjur, ég held að það sé um margt gott. En það eru þessi atriði sem ég tel að þurfi að skoða. Ég held að enginn þurfi að hafa áhyggjur af mér varðandi þetta ríkisstjórnarsamstarf eða efnahagslegan stöðugleika, varðandi þessi tvö frumvörp, en ég er gagnrýnin og tel að það sé af hinu góða. Við eigum að vera gagnrýnin, hvort sem við erum í ríkisstjórn eða utan.