148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

markaðar tekjur.

167. mál
[12:46]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég hafði ekki beðið um orðið undir þessum lið en vil gjarnan, [Hlátur í þingsal.] fyrst ég fæ það, segja nokkur orð. Ég skildi hæstv. ráðherra þannig að færa mætti fyrir því rök að frumvarpið færi til fjárlaganefndar en að niðurstaðan væri sú að frumvarpið færi til efnahags- og viðskiptanefndar. Ég vildi hafa smátíma til að hugsa um hvort þetta mál sem varðar tekjur, vissulega sem standa undir útgjöldum en varðar markaðar tekjur, ætti ekki frekar heima í efnahags- og viðskiptanefnd. Jú, hluti fjárlaganefndar hefur farið í gegnum umræðu um þetta mál og það er kannski skynsamlegt að útvíkka sjónarhornið sem tekið er á þetta mál, sem væri jafnvel annað í efnahags- og viðskiptanefnd.