148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

markaðar tekjur.

167. mál
[12:47]
Horfa

Forseti (Jón Þór Ólafsson):

Þar sem einn þingmaður nefndi að hann hefði kallað eftir því áður en umræðu um málið lauk að það færi til annarrar nefndar verður forseti að meta það svo að það sé rétt og að forseta hafi yfirsést, en það er hv. þm. Óli Björn Kárason, þar sem athugasemd er um að málið gangi til fjárlaganefndar, geri ég ráð fyrir, það vill þingmaðurinn draga til baka. Jafnvel þótt hann myndi draga það til baka hefur hv. þm. Oddný G. Harðardóttir óskað eftir því þannig að mér sýnist að eins og málsatvik eru í málinu kosti það okkur einn dag að greiða atkvæði um það nema nógu margir séu í húsi til að greiða atkvæði um það og þá getum við greitt atkvæði um það í dag og málið gengið til þeirrar nefndar sem greidd verða atkvæði um.

Við skulum gera þetta allt saman málefnalega og rétt sem þýðir að greiða þarf atkvæði um til hvaða nefndar málið gengur. Hv. þm. Oddný G. Harðardóttir gerði athugasemd við að málið gengi til fjárlaganefndar og þingmaðurinn óskar eftir að málið gangi — hvert? (OH: Efnahags- og viðskiptanefndar.) Til efnahags- og viðskiptanefndar.

Um þetta þarf að greiða atkvæði og við reynum að koma því við á eftir áður en málið getur gengið til þeirrar nefndar.

Einn þingmaður á eftir að koma í fundarstjórn um þetta geysispennandi mál [Hlátur í þingsal.] og það er enginn annar en hv. þm. Proppésan. — Afsakið, ég hélt að ég væri að segja brandara en greinilega ekki.