148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

179. mál
[14:05]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er svolítið áhugavert. Vissulega ber þeim aðilum að fara eftir því sem sagt er í kerfisáætlun, gott og vel með það, en þrátt fyrir það er svolítið mikið svigrúm til staðar og ekki er mikið af valkostum fyrir eftirfylgni af hálfu stjórnvalda, nema innan marka þess sem er í kerfisáætlun og svo í þessu. En það fyrirkomulag sem er núna vekur kannski upp spurningar um hvort ekki sé hægt að fara út í einhvers konar fyrirkomulag þar sem settir eru beinlínis peningar í uppbyggingu á þeim stöðum þar sem er meiri þörf og þá að það sé hreinlega ákvörðun sem væri tekin hér um að setja peninga til þeirra fyrirtækja sem væru eyrnamerkt þessum verkefnum og það myndi endurspeglast í fjármálaáætlun og næsta fjárlagafrumvarpi í haust.

Ég sé að öðrum kosti (Forseti hringir.) í rauninni ekki hvernig hægt er að tryggja að hlutirnir fari til framkvæmdar á sem bestan hátt og nægilega hratt til að við séum ánægð með það.