148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

179. mál
[14:06]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Í 9. gr. raforkulaganna segir, með leyfi forseta:

„Flutningsfyrirtækið skal byggja flutningskerfið upp á hagkvæman hátt að teknu tilliti til öryggis, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar, gæða raforku og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.“

Síðan er það að við erum með þannig fyrirkomulag að þetta er samkeppnismarkaður. Við erum búin að koma því þannig fyrir að við getum í rauninni ekki farið að vinna eftir þessari samgönguáætlun með því að spýta inn ákveðnu aukafjármagni og segja þeim að gera einhverja ákveðna hluti við það. Ég segi bara aftur að ég vona að þetta verði samþykkt og ég held að mjög mikilvægt sé að Alþingi klári þessa vinnu og sýni að það ráði við svona stærri mál, sem ég veit að verður mikið rætt um hvernig á að líta út, og fari í þinglega meðferð. Það muni síðan skila sér í ákvarðanatöku og fjárfestingum þeirra fyrirtækja innan þó þess ramma sem þau starfa eftir.