148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

179. mál
[14:10]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Í þessari þingsályktunartillögu eru engar breytingar hvað varðar lagningu í jörðu heldur er þvert á móti lagt til að farið verði í sjálfstæðar og óháðar rannsóknir á hvort hægt sé að leggja meira í jörðu en við gerum í dag. Þannig að ég sé ekki að fyrirhuguð sé nein breyting varðandi lagningu í jörðu. En það kann að vera að við gerum meira af því þannig að það verði þá minna í lofti.