148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

179. mál
[14:11]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Það er svo sem ekki svar við spurningunni. Staðreyndin er sú að fella á hugtakið „í jörðu“ úr lögunum. Það er þess vegna sem ég spyr: Af hverju á að gera það? Til þess að geta hugsanlega skapað einhverja óvissu þegar kemur að því að taka ákvarðanir um hvernig leggja eigi raflínurnar okkar, í jörðu eða ofan jarðar. Þannig að ég spyr: Hvers vegna á ekki að hafa það inni fyrst það er meginreglan og kemur berlega fram í þingsályktunartillögunni að lagt skuli í jörðu hvenær sem kostur er?