148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

179. mál
[14:11]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég veit ekki hvort ég hef misskilið hv. þingmann. Ég næ henni í hliðarherberginu fyrir nánara samtal. Hér er ekki verið að leggja til neinar lagabreytingar heldur eru þar þær áherslur sem ég nefndi. Ef hv. þingmaður er að vísa í eitthvert frumvarp þar sem þetta er lagt til þá hlustaði ég mögulega ekki nægilega vel. En hér er alla vega ekki verið að leggja til neinar lagabreytingar og ekki verið að taka neitt úr lögum varðandi það hvað leggja eigi í jörðu.