148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

179. mál
[15:22]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Mig langar í framhaldi af þessu fara með þetta aðeins lengra, byrja kannski á því að segja að skilja mátti á hv. þingmanni áðan að pólitík eða ríkisstjórnarflokkarnir í dag hafi komið í veg fyrir eða hægt á ferlinu fyrir norðan með einhverjum hætti, þá er það ekki þannig. Ég þekki það sjálfur sem gamall bæjarfulltrúi á Akureyri og í umræðu og sveitarstjórnarmálum á Norðurlandi. Þetta snýr að kæruferlum sem hafa verið í gangi undanfarin ár. Ég er búinn að vera mikið frá 2011 í þessum málum. Það sem ég vil kannski koma inn á er bara hvernig menn ætla að eiga við þessi mál í stóra samhenginu. Er ástæða til að ræða meira þessa hluti varðandi landsskipulagið. Það má tala um öryggissjónarmið í þessu. Þetta eru grunninnviðirnir, raforkuflutningarnir. Í nútímasamfélagi tengjast þeir öryggissjónarmiðum. Það má algjörlega taka það þangað.

Í framhaldi af þeirri umræðu sem við höfum tekið hér langar mig að spyrja hvort hv. þingmaður sé sammála þeim sjónarmiðum (Forseti hringir.) og hvað með kæruferlið og annað, og landsskipulagið?