148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

179. mál
[15:25]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þm. Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur fyrir hennar ræðu. Ég er svolítið mikið á sömu blaðsíðu og ræðan var flutt, en við ræðum um tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

Ég rak einmitt augun í 7. lið þar sem talað er um styrkingu og uppbyggingu flutningskerfis, sem þingmaðurinn kom inn á, ég veit ekki hvort þingmaðurinn orðaði það þannig en ég hugsaði einmitt hvort það ætti ekki að vera í fyrsta sæti eða öðru sæti. Það sem er númer eitt er svolítið almennt, það er svipað og var í umræðunni áðan um húsnæðismál. Það voru allir sammála um það að það þyrftu allir húsnæði, við erum held ég öll sammála um það.

En hvernig sér þingmaðurinn að við gætum komið að því sem þingmenn og félagar í atvinnuveganefnd að öryggismálin í flutningi rafmagns yrðu sett í fyrsta sæti? Þetta er jafnréttissjónarmið, að jafna aðstöðuna og að allir landsmenn fái rafmagn með sama öryggi alls staðar hringinn í kringum landið og helst á sama verði.